Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 25/111.

Þskj. 1339  —  500. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að endurskoða lög um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Skulu nefndarmenn skipaðir samkvæmt tilnefningu þingflokka og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Formaður skal skipaður án tilnefningar.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1989.