Þingmennskuafsal Kristínar Halldórsdóttur
Þriðjudaginn 10. október 1989


     Aldursforseti (Stefán Valgeirsson):
    Forseta hefur enn fremur borist eftirfarandi bréf, dags. 11. ágúst 1989:

    ,,Hér með afsala ég mér þingmennsku í hendur 1. varaþingkonu Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi, Önnu Ólafsdóttur Björnsson.
    Um leið vil ég þakka þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið og óska þeim farsældar í framtíðinni.

Virðingarfyllst,

Kristín Halldórsdóttir,

10. þm. Reykn.


Til forseta sameinaðs Alþingis,
Guðrúnar Helgadóttur.``

    Samkvæmt bréfi þessu um afsal þingmennsku tekur Anna Ólafsdóttir Björnsson nú sæti á Alþingi sem 10. þm. Reykn.

    Þessir þrír nýju alþingismenn, Ásgeir Hannes Eiríksson, 16. þm. Reykv., Rannveig Guðmundsdóttir, 9. þm. Reykn., og Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10. þm. Reykn., hafa tekið sæti á Alþingi sem varamenn á þessu kjörtímabili og kjörbréf þeirra verið samþykkt. Ég býð þau velkomin til þingstarfa.