Ferðamál
Þriðjudaginn 17. október 1989


     Egill Jónsson:
    Herra forseti. Ég hafði það ekki eftir hv. síðasta ræðumanni að það ætti að taka stjórnvaldaákvarðanir um það hvaða byggðarlög ættu að lifa og hver ættu að deyja. Ég sagði hins vegar að í máli síðasta ræðumanns hefði komið fram að menn þyrftu að setjast niður og ræða málin og taka ákvarðanir um það hverjir ættu að lifa og hverjir ættu að deyja, þannig að ég var ekki að draga það hér fram og hafa það eftir henni að hér væri um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. En stefna hennar og stefna Kvennalistans mótaðist í þessum orðum og það var það sem ég var að vekja athygli á.