Fjárlög 1990
Fimmtudaginn 26. október 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að einungis þrír ræðumenn eru á mælendaskrá. Tveir þeirra hafa tilkynnt forseta að þeir muni halda stutta ræðu. Það varð því niðurstaða okkar að reyna að ljúka þessum fundi fyrir matarhlé. Ég vildi nú fara fram á það við hv. 2. þm. Norðurl. e. að hv. 5. þm. Austurl. fái að halda ræðu sína, en að sjálfsögðu mun forseti bera sig saman við samforseta og starfsmenn þingsins um frekara framhald fundarins.