Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 31. október 1989


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegur forseti. Bara fáeinar setningar til að svara þessari fsp. Ástæðurnar eru tvær. Í fyrsta lagi er hagkvæmara að taka í einu lagi það lán sem þarf vegna starfsemi sjóðsins á þessu ári og á næsta ári. Hér er því eingöngu verið að tengja saman þessa tvo þætti. Síðan í öðru lagi fást með því að fjmrh. taki lánið og endurláni það síðan strax til Atvinnutryggingarsjóðs hagkvæmari vaxtakjör á erlendum markaði á þessu láni líkt og ég gat um hér áðan þegar ég rökstuddi það að með samræmdum aðferðum af því tagi væri hægt að spara Íslendingum allveruleg vaxtaútgjöld á erlendum mörkuðum. Þetta eru einu ástæðurnar sem liggja að baki því að kosið hefur verið að fara þessa leið.