Staða íslensks skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 02. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna orða síðasta hv. ræðumanns vill forseti upplýsa að á mánudaginn kemur hefur verið leyfð ótímabundin umræða um atvinnuástandið í landinu þannig að þar sem hér var um afmarkað svið að ræða þótti forsetum rétt að þessi umræða stæði einungis í hálftíma. En vitaskuld koma þessi mál til umræðu einnig á mánudaginn.
    Nú er það svo að einungis eru eftir 5 mínútur af þessum leyfða hálftíma og því ekki möguleiki að gefa fleiri ræðumönnum sem eftir þetta biðja um orðið leyfi til að taka þátt í umræðu.