Staða íslensks skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 02. nóvember 1989


     Ingi Björn Albertsson:
    Hæstv. forseti. Ég skal nú reyna að verða fljótur og geyma mér aðalumræðuna þar til hæstv. iðnrh. er hér staddur á mánudaginnn. Ég verð að segja það að það er alveg furðulegt að hlusta hér á orð hæstv. hagstofuráðherra, þar sem hann hefur lýst eftirfarandi yfir í viðtali sem birtist við hann laugardaginn 28. okt. 1989 í blaðinu Degi á Akureyri, en þar segir hann, með leyfi hæstv. forseta: ,,Málefni skipasmíðaiðnaðarins hafa ekki verið rædd í ríkisstjórn síðan Borgaraflokkurinn gerðist aðili að henni.`` Ekki rædd. ,,Það er engu líkara en að áhrifamiklir menn í ríkisstjórninni ætli sér að láta þennan iðnað lognast út af og telji það jákvætt. Þessu verður ráðherrann náttúrlega að svara. Hvaða áhrifamiklir menn innan ríkisstjórnarinnar vilja að þessi iðnaður lognist út af?`` Þetta er mjög alvarlegt mál. Er ríkisstjórninni nákvæmlega sama um iðnaðinn? Þetta er sagt af manni sem á að vera að leita leiða í atvinnumálum.
    Ég krefst þess, hæstv. forseti, að ráðherra fái tök á því að svara þessum spurningum.