Staða íslensks skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 02. nóvember 1989


     Stefán Guðmundsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég kem hér til þess að mótmæla mjög ummælum hæstv. ráðherra Hagstofu sem komu hér fram um það að hæstv. sjútvrh. væri andvígur því að innlendum skipasmíðaiðnaði verði sköpuð eðlileg starfsskilyrði og samkeppnisaðstaða. Ég mótmæli þessu mjög. Ráðherra Hagstofu mun hvergi geta fundið því stað að sjútvrh. hafi talað á þennan veg. Ég hef unnið mjög mikið að þessum málum og reynt að þoka þeim áleiðis í hinu besta samstarfi við sjútvrh. Og ég harma það að slík ummæli skuli koma hér fram að sjútvrh. fjarstöddum.