Ástandið í atvinnumálum
Mánudaginn 06. nóvember 1989


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Við lok þessarar umræðu vil ég bara taka það fram vegna þess sem fram kom hjá hv. 1. þm. Reykv. að það er ætlun mín að taka á þessum þætti í ábendingum Appledore-skýrslunnar og að sjálfsögðu er það ásetningur minn og þeirra manna sem með mér starfa að þessu verkefni að leita allra þeirra leiða, þar með þeirra sem hv. 1. þm. Reykv. rifjaði upp úr Appledore-skýrslunni, til þess að íslenskur skipaiðnaður standi sæmilega þegar að því kemur að samkeppnisstaða hans verður jöfnuð með því móti sem heppilegast er, nefnilega að grannþjóðir okkar leggi af sína styrki og niðurgreiðslur, en meðan þeir eru staðreynd í lífinu, þá verðum við að búa við hana.