Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks
Fimmtudaginn 09. nóvember 1989


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Það er rétt að þetta er eitt af þeim málum sem brenna á mörgum og þarf að leysa. Ég vil minna á það að 1971 eða 1972 var fyrst tekin upp tekjutrygging fyrir þá sem höfðu litlar tekjur og það er hugsanlegt til bráðabirgða að breyta því á einhvern þann veg að þeim sem ekki hafa lífeyrisréttindi séu tryggðar tekjur frá einhverjum ákveðnum aldri. En þetta mál þarf að skoða, alla fleti á því og því fyrr því betra.