Um dagskrá
Mánudaginn 13. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú er forseta nokkur vandi á höndum. Sú hefð hefur viðgengist að hv. þm. sem sitja skamman tíma í þinginu hafi nokkurn forgang að koma málum sínum fram. Nú sýnist mér fara að kreppa að í tíma til þessað hv. 1. þm. Suðurl. fái að tala hér fyrir tillögu, svo að ég vildi nú fara þess á leit með góðu leyfi hv. 10. þm. Reykv. að þingmaðurinn fái að vera næstur á mælendaskrá, en það útilokar ekki að hægt verði að mæla fyrir tillögu sem ég veit að þingmaðurinn hefur áhuga á að koma fram. ( GGÞ: Ég skal verða við óskum forseta.)