Viðskiptasamningar við Sovétríkin
Mánudaginn 20. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að hugmyndin með þessum stuttu umræðum er að sjálfsögðu sú að fyrirspyrjandi vill eiga orðastað við ráðherra og ríkisstjórn þannig að þeir hljóta að sjálfsögðu að ganga fyrir eða þau sem það á við. Forseti hefur hins vegar eftir fremsta megni reynt að leyfa öllum að taka til máls. Nú hefur þessi umræða staðið hér um bil í klukkutíma og það er ljóst að hér er á ferðinni mál sem ræða mætti allan daginn þannig að ég vona að hv. þingheimur sætti sig við það að ég gefi nú að lokum hæstv. viðskrh. orðið, en ég mun að sjálfsögðu gefa hv. 2. þm. Norðurl. e. orðið um þingsköp.