Viðskiptasamningar við Sovétríkin
Mánudaginn 20. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Málshefjandi hefur rétt til að tala tvisvar sinnum í þrjár mínútur í umræðu sem þessari, allir aðrir tvær mínútur, og það er alveg ljóst að það er rétt hjá hv. 2. þm. Norðurl. e. að menn hafa mjög misjafnlega haldið sig við þann tíma sem þeim er ætlaður. Forseti hefur reynt að klingja bjöllu sinni en ekki alltaf tekist sem skyldi. Ég vona hins vegar að hv. þingheimur geti nú sætt sig við að næstur taki til máls hæstv. viðskrh. og síðan málshefjandi og síðan verði umræðunni lokið.