Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 22. nóvember 1989


     Friðrik Sophusson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja að því hvort hugsanlegt sé, fyrst hæstv. fjmrh. er í miðri merkilegri ræðu sinni að hann fái að halda henni fram strax í upphafi fundar á þriðjudaginn kemur. Ég tel það vera mjög mikils virði að við getum haldið áfram að skiptast á skoðunum um þetta mál og klárað það og komið því til nefndar. Og fyrst þessi ósk kemur fram frá hæstv. ráðherra, þá spyr ég forseta hvort hann geti orðið við því að við hefjum fund nk. þriðjudag á þessu máli.