Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegur forseti. Þessi fsp. er mjög mikilvæg og snertir marga einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þessi munur á launakjörum þeirra sem vinna hjá bæjar- og sveitarfélögum og hjá ríkinu segir kannski nokkuð um þau launakjör sem fólk býr við hjá ríkisstofnunum. Það rekast hér greinilega á tveir heimar launafólks, en þetta er þó ekki harkalegasti árekstur sem orðið gæti. Enn verri yrði hann ef færa ætti fólk í einkafyrirtækjum yfir til ríkisins.
    Mig langar, í tilefni af þessari umræðu, rétt aðeins að spyrja hæstv. fjmrh. hvað honum sjálfum finnist um það að þurfa með þessum hætti að lækka laun fólks. Sér hann enga aðra lausn? Eins og við öll vitum eru kjör fólks þau sem vinnur á stofnunum sem slíkum, hér var t.d. talað um sjúkrasamlagið, að þar er aðallega um að ræða laun skrifstofufólks og við vitum öll að þau eru ekki of há.