Olíuleki frá birgðastöð á Bolafjalli
Fimmtudaginn 23. nóvember 1989


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Virðulegi forseti. Í tilefni af ummælum hv. fyrirspyrjanda vil ég bara taka fram að það henti einu sinni mann fyrir vestan að það var stolið af honum. Eftir það hafði hann viðurnefnið ,,þjófur``.
    Röksemdafærsla hv. fyrirspyrjanda eða öllu heldur gagnrýni hennar á varnarmálaskrifstofu af þessu tilefni minnir á þessa dæmisögu. Viðbrögð varnarmálaskrifstofu, eins og skýrslan hér liggur fyrir um, gefur ekki tilefni til slíkrar gagnrýni og orð hennar um það að íslenska utanrrn. komi ekki fram af fullri reisn gagnvart hinu erlenda setuliði eru með öllu röksemdalaus.