Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 27. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 27. nóv. 1989:

    ,,Jón Baldvin Hannibalsson, 15. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Jón Bragi Bjarnason prófessor, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Þá hefur einnig borist svohljóðandi bréf, dags. 27. nóv. 1989:

    ,,Vegna anna get ég undirrituð ekki tekið sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþingi næstu vikur.
Lára V. Júlíusdóttir.``


    Jón Bragi Bjarnason hefur áður tekið sæti á Alþingi og býð ég hann velkominn til starfa.