Forgangur mála á dagskránni
Þriðjudaginn 28. nóvember 1989


     Guðmundur G. Þórarinsson:
    Virðulegi forseti. Aðeins til að taka undir með hv. 1. þm. Reykv. Hér er um mjög brýnt mál að ræða og mikil ástæða er til að reyna að flýta þessu máli þannig að það geti farið til nefndar, 5. málið sem hér er á dagskrá. Ég skýrði það í minni ræðu að ég hef sjálfur og sjálfsagt fleiri ýmislegt við frv. að athuga. Það þarf að vinnast og það eru ýmsar breytingar sem á því þarf að gera. Þar af leiðandi þarf nefndin tíma til að vinna það. Ég hef svona á tilfinningunni að það þurfi ekki mikla umræðu um þetta mál til þess að það geti farið til nefndar, en ég vil taka undir með hv. 1. þm. Reykv. og beina þeirri ósk til forseta að hann reyni að hlutast til um að þetta mál geti sem fyrst farið út úr deildinni til nefndar til frekari vinnslu.