Þorsteinn Pálsson (um þingsköp) :
    Frú forseti. Það var fallist á að fresta fundi í sameinuðu þingi til þess að hv. utanrmn. gæti fjallað um það mál sem hér er til umræðu og lagt til með hvaða hætti málið yrði formlega afgreitt héðan frá Alþingi og það er útilokað af augljósum ástæðum að halda þessari umræðu áfram fyrr en fundi utanrmn. lýkur. Það liggur í augum uppi að með því að þessi frestur var veittur og hv. utanrmn. gefið færi á að koma saman til fundar verður að fresta fundi í sameinuðu þingi þar til þeim fundi er lokið og niðurstaða er fengin í störfum hv. utanrmn. sem er einmitt nú að fjalla um það mál sem hér er til umræðu. Ég vil því ítreka þá ósk sem hér hefur komið fram um að fundi verði frestað enn um sinn og veit og treysti því að hæstv. forseti fallist á þá eðlilegu beiðni.