Vantraust á ríkisstjórnina
Fimmtudaginn 30. nóvember 1989


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Í trausti þess að allar upplýsingar um viðræður á milli EFTA og Efnahagsbandalags Evrópu er Ísland varða verði látnar í té jafnóðum og eitthvað gerist og að tekið verði á málefnum landbúnaðarins og landsbyggðar í samræmi við gefin heit, þá segi ég nei.