Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 05. desember 1989


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Málið hefur verið afgreitt frá Ed. og leggur nefndin til að frv. verði samþykkt með brtt. sem fluttar eru á þskj. 211. Einnig er flutt brtt. á þskj. 243, en nefndin ákvað á fundi sínum í gær að taka inn umsókn sem kom eftir að nefndin hafði skilað inn brtt. Þess má geta að Guðni Ágústsson og Sighvatur Björgvinsson voru fjarverandi þá afgreiðslu nefndarinnar, en þessi brtt. er flutt af formanni nefndarinnar.
    Undir nál. rita Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Guðni Ágústsson, Ingi Björn Albertsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.