Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Miðvikudaginn 06. desember 1989


     Frsm. kjörbréfanefndar (Matthías Bjarnason):
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar kjörbréf Þóru Hjaltadóttur, sem er 2. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra. Fyrsti varamaður hefur þegar tekið sæti hér á Alþingi, en Guðmundur Bjarnason er fjarverandi og kemur því Þóra Hjaltadóttir, 2. varamaður, í hans stað.
    Kjörbréfanefnd sér ekkert við kjörbréfið að athuga og mælir með því að það sé tekið gilt.