Röð mála á fundinum
Fimmtudaginn 07. desember 1989


     Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Hér er lögð dagskrá fyrir þingfund og það er eðlilega ætlast til þess að þm. sem bera fram fsp. séu viðstaddir, á sama hátt væntanlega hæstv. ráðherrar. Ég legg áherslu á að dagskrá sé haldið hér eftir föngum og hef þegar rætt við forseta um að 4. fsp. t.d. sem ég ber hér fram við hæstv. utanrrh. og hæstv. viðskrh. svarar fyrir hans hönd. Hún er hér fjórða mál á dagskrá og ég óska eftir því að hér verði haldið röð varðandi fsp. Það eru fleiri sem þurfa að sinna verkum en hæstv. ráðherrar í ríkisstjórn.