Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Ég tel nauðsynlegt vegna orða hv. þm. að það komi skýrt fram að samkvæmt gildandi landslögum var tryggingafélögunum ljóst að virðisaukaskattur tæki gildi 1. jan. Það var þess vegna ekki í samræmi við gildandi landslög að vátryggingafélögin kysu að innheimta söluskatt af þessum iðgjöldum eftir 1. jan. 1990. Ég gat þess hér á Alþingi þegar ég svaraði annarri fsp. að það hefði verið ljóst samkvæmt gildandi lögum að söluskattur rynni út við árslok. Ég tel þess vegna ekki rétt að beina þeim spjótum að ríkisvaldinu sem hér var beint í síðustu ræðu hv. þm.