Niðurskurður á riðufé
Fimmtudaginn 07. desember 1989


     Fyrirspyrjandi (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Eins og fram kom í máli mínu hér áðan var ekki meiningin með þessari fsp. að stuðla að því á nokkurn hátt að dregið verði úr baráttunni gegn sauðfjársjúkdómum. Ég veit að hæstv. landbrh. er einarður í baráttunni gegn sauðfjársjúkdómum og ég ætla ekki að letja hann í þeirri baráttu. Hann hefur mitt fyllsta traust til allra góðra verka í þeim efnum.
    Mér gekk einungis til að kanna hvort sérstaða þessa bæjar, Sauðaness við Siglufjörð, sé ekki slík að tala mætti frekar um kapp en forsjá í þessum efnum með tilliti til allra aðstæðna sem þegar hafa komið fram, bæði í mínu máli og í máli hv. 5. þm. Vesturl. Að öðru leyti vil ég þakka hæstv. landbrh. fyrir greinargóð svör.