Námslán og námsstyrkir
Föstudaginn 08. desember 1989


     Frsm. menntmn. (Ragnar Arnalds):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. menntmn. um frv. til laga um breytingar á lögum um námslán og námsstyrki. Frv. er tiltölulega einfalt. Það gerir ráð fyrir að sú breyting verði gerð á varðandi stjórnarmenn Lánasjóðs ísl. námsmanna að þeir séu almennt skipaðir til tveggja ára, en þeir sem ráðherrar skipa skuli hvað skipunartíma snertir fylgja embættistíð ráðherrans.
    Nefndin hefur sent frv. til umsagnar og fengið umsagnir frá Bandalagi ísl. sérskólanema, Lánasjóði ísl. námsmanna, Sambandi ísl. námsmanna erlendis og Stúdentaráði Háskóla Íslands. Allir þessir aðilar mæla með samþykkt frv. Nefndin leggur því til að frv. verði samþykkt, að vísu með smábreytingu sem tillaga er gerð um á sérstöku þingskjali. Það er ekki efnisbreyting, einungis orðalagsbreyting sem miðar að því að gera orðalag greinarinnar skýrara.
    Nefndin mælir sem sagt eindregið með samþykkt frv. og undir þetta nál. rita auk mín Birgir Ísl. Gunnarsson, Árni Gunnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.