Tilhögun þingfunda
Laugardaginn 09. desember 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Svo sem hv. deildarmönnum mun kunnugt gat ekki orðið af þeim fundi sem fyrirhugaður var í gærkvöld í deildinni vegna fámennis.
    Um þinghaldið í dag vill forseti taka fram eftirfarandi: Forseti hyggst fyrst taka fyrir frv. um tekjuskatt og eignarskatt, en hv. 1. þm. Reykv. varð að hætta í miðri ræðu um þau mál þegar fundi var slitið í gær. Samkomulag hefur orðið um að hann ljúki ræðu sinni nú á eftir og síðan verði tekin fyrir 1., 2. og 3. dagskrármálið og þess freistað að ná fram atkvæðagreiðslu um þessi þrjú mál kl. 4. Að því loknu verður aftur tekið til við frv. um tekjuskatt og eignarskatt og önnur dagskrármál. Stefnt er að því að fundi ljúki kl. 5, en næsti fundur í deildinni er kl. 2 á mánudag.