Yfirstjórn umhverfismála
Mánudaginn 11. desember 1989


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Herra forseti. Frv. það sem hér um ræðir er fylgifrv. með frv. til laga um breytingu á lögum nr. 75 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands, eða með öðrum orðum frv. um að setja á fót umhverfisráðuneyti. Þegar ég mælti fyrir því frv. rakti ég, með leyfi forseta, einnig efni þess bandorms sem í því frv. er sem ég nú formsins vegna mæli fyrir. Þar er um að ræða breytingu á fjölmörgum lögum til þess að þau verkefni megi flytjast til væntanlegs umhverfisráðuneytis sem lýst er í grg. með frv. til laga um Stjórnarráð Íslands. Ég sé því ekki ástæðu til að vera að endurtaka það sem ég sagði þá og lengja þessa umræðu þannig og vísa til þess sem fram kom þá í allítarlegri framsöguræðu minni.
    Ég vil því leyfa mér að leggja nú til, herra forseti, að frv. verði eins og því fyrra vísað að lokinni þessari umræðu til 2. umr. og hv. allshn.