Framhald umræðu um umhverfismál
Mánudaginn 11. desember 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna orða hv. 3. þm. Reykv. vill forseti taka fram að það mál sem hv. þm. ræddi um mun vera tillaga sem komin er frá sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi um stofnun vísindastöðvar eða rannsóknastöðvar vegna mengunarrannsókna á Norður-Atlantshafi og hefur sáralítið verið rædd, hefur verið kynnt nokkrum þingmönnum og mun hafa verið kynnt einhverjum ráðherrum og vísindamönnum í dag.
    Varðandi það að forseti ákveði að halda áfram umræðu um annað dagskrármálið skal þess getið að þetta er samningsatriði. Um þetta var samið í dag á fundi formanna og forseta að þessi háttur yrði hafður á og formanni Sjálfstfl., m.a., var kunnugt um þetta áður en hann fór úr húsi hér í dag.