Þingstörf og þinghlé
Þriðjudaginn 12. desember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að þetta er tilhæfulaust með öllu. Forsetar miða við að þinghaldi ljúki hér á tilsettum tíma og þeim málum sem brýnt er að koma gegnum þingið verði lokið fyrir jól. Vera kann að það dragist 1--2 daga fram yfir gerða starfsáætlun, en að öðru er ekki stefnt en að þinghaldi ljúki með eðlilegum hætti áður en þingmenn fara heim til að halda jólahátíð.