Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Danfríður Skarphéðinsdóttir (um atkvæðagreiðslu):
    Virðulegi forseti. Þegar ég mælti fyrir brtt. Kvennalistans á þskj. 287 í gærkvöld voru ekki margir hv. þm. eða ráðherrar viðstaddir. Til þess að gefa bæði þeim og hv. fjvn. svigrúm til að íhuga gaumgæfilega þessar tillögur sem eru mjög mikilvægar og varða hag kvenna vil ég draga þær aftur til 3. umr.