Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Sighvatur Björgvinsson (um atkvæðagreiðslu):
    Virðulegi forseti. Atkvæðagreiðslan fer fram um þær tillögur sem fyrir Alþingi liggja, brtt. á þskj. 279. Atkvæðin eiga að ganga um þær tillögur. Það er ekki hægt að taka upp í þeirri atkvæðagreiðslu atkvæðagreiðslu um tillögu sem ekki er gerð. Fjárlagafrv. liggur ekki fyrir sem tillaga fyrir þessari atkvæðagreiðslu nú heldur aðeins brtt. við það, það er verið að fjalla um þær. Og ég tel að menn geti ekki kallað inn í atkvæðagreiðsluna einstök atriði úr fjárlagafrv.