Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Jón Helgason (um atkvæðagreiðslu):
    Hæstv. forseti. Það er verið að greiða atkvæði um brtt. við 4. gr. og við hljótum að ljúka atkvæðagreiðslu um brtt. við greinina. Síðan kemur að því að greiða atkvæði um 4. gr. og þá að sjálfsögðu verður borin upp ósk hv. 2. þm. Norðurl. e. um sérstaka atkvæðagreiðslu um einstaka liði hennar.