Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Halldór Blöndal:
    Hæstv. forseti. Fjmrh. spyr mig um það hvernig hægt sé að spara í ríkisrekstri. Ég get ekki hugsað mér hollari sparnað en þann að hætta opinberum styrk við sneplana Tímann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann. ( Gripið fram í: Og Morgunblaðið ...) Ég held að það væri mjög hollt fyrir mannlíf allt í landinu, mikill þrifnaður að því. ( Gripið fram í: En Morgunblaðið?) Ég segi nei við þvílíkum styrkjum.