Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Birgir Ísl. Gunnarsson (um atkvæðagreiðslu):
    Virðulegi forseti. Ég hafði óskað eftir sérstakri atkvæðagreiðslu og nafnakalli um liðinn 5.19, en með tilvísun til orða hv. 5. þm. Vestf., formanns fjvn., um að fjvn. eigi eftir að skoða sérstaklega þessa liði dreg ég til baka þessa ósk en fer þess eindregið á leit að nefndin skoði þennan lið sérstaklega og ekki síst það nál. sem liggur fyrir um húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri því að látið er að því liggja að þetta hús eigi að þjóna þeim tilgangi en það mun vera í andstöðu við nál. sem fyrir liggur.