Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu):
    Hæstv. forseti. Beiðni mín er mjög skýr. Ef ég drægi þessa atkvæðagreiðslu til 3. umr. þyrfti ég að flytja um það sérstaka brtt. á sérstöku þskj. sem er óþarfa sóun á pappír. Ég tel rétt að á það reyni þegar í stað hvaða hug menn beri til þessa liðar. Þessi atkvæðagreiðsla hefur farið fram við afgreiðslu fjárlaga undanfarin ár og mér finnst rétt að á það reyni enn þá einu sinni hvaða hug menn beri til þess að efnt sé til kaupa á vissum dagblöðum með þessum hætti.