Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Eyjólfur Konráð Jónsson:
    Hæstv. forseti. Hér fyrr á fundinum hef ég greitt í nafnakalli atkvæði gegn styrkjum til blaða. Það hef ég ætíð gert. Hins vegar er hér um allt annað mál að ræða og er hreinn misskilningur að það sé einhver sóun á ríkisfé að kaupa þessi 250 blöð og flytja þau t.d. á sjúkrastofnanir og ýmiss konar aðrar stofnanir. Þau blöð mættu vera mun fleiri, annaðhvort þannig að stofnanirnar sjálfar borguðu fyrir þau eða með þessum hætti að Alþingi hefði það á sérstökum lið. Ég segi já.