Nefndastörf
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Forseti (Jón Helgason):
    Við hv. 2. þm. Norðurl. e. vorum nú skömmu áður en þessi fundur var settur að fjalla um þennan vanda sem skapast þar sem mikið álag er á nefndum. Við ræddum m.a. við sjútvrh. um möguleika til að koma þar til móts við þessar óskir og mér skildist að það hefði verið gert, a.m.k. eitthvað í áttina. En ég hafði gert ráð fyrir því að nú mundum við ljúka eða hafa mjög skamman fund og ekki halda svo lengur áfram einmitt til þess að hv. deildarmönnum gæfist betra tóm til að fjalla um mál, bæði í nefndum og undirbúning að öðru leyti.