Lífeyrissjóður bænda
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 306 frá fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 50/1984, um Lífeyrissjóð bænda. Þetta frv. er ekki flókið í sniðum. Það er um framlengingu til ársins 1991 á framlögum ríkissjóðs til Lífeyrissjóðsins. Allir aðilar í fjh.- og viðskn. eru sammála frv. Nefndin fékk til viðræðna Hauk Halldórsson, Hákon Sigurgrímsson og Gunnlaug Júlíusson frá Stéttarsambandi bænda og allir eru, eins og ég áðan sagði, samþykkir því að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Ég held að ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um þetta og legg til að málið verði þannig samþykkt.