Launaskattur
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegi forseti. Kvennalistinn lýsti því yfir við 1. umr. þessa máls að hann styddi þessa breytingu á innheimtu launaskatts. Við höfum margítrekað að okkur finnst talsverður munur á þeirri tillitssemi sem sýnd er fyrirtækjum annars vegar og heimilum og fjölskyldum hins vegar. Það kæmi sér eflaust oft betur fyrir heimili að geta fengið frest á ýmiss konar greiðslum og ef um er að ræða mismunun gildir það jafnt fyrir heimili þar sem aðstæður geta verið jafnmismunandi og hjá fyrirtækjum. Þessi breyting horfir til samræmingar á innheimtu og teljum við það eðlilegt, og því styðjum við þessa breytingu.