Álver við Eyjafjörð
Fimmtudaginn 14. desember 1989


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Það er nú í raun og veru broslegt að hlusta á þær umræður sem hér fara fram. Þeir sem fylgjast eitthvað með á annað borð vita að ef næsta álver verður byggt þá verður það byggt í Straumsvík. Allar áætlanir sem hafa verið gerðar og athuganir eru miðaðar við það. Það er náttúrlega hægt að ræða um að byggja álver austur á landi eða norður í Eyjafirði. En þeir sem hafa kynnt sér mengunarvald þessara fyrirtækja ættu a.m.k. að gera sér grein fyrir því að síst ætti að setja slíka verksmiðju niður norður í Eyjafirði. Þær upplýsingar sem hæstv. iðnrh. hefur fengið þar eru áreiðanlega ekki tæmandi. Mér finnst það athyglisvert að bóndi norðan úr Eyjafirði er að mæla með því að það sé farið út í slíkar framkvæmdir.
    Hæstv. fjmrh. talaði um mengunarskatt á bíla. Ég hefði viljað spyrja hann um hver mengunarskatturinn ætti þá að verða á þessum álverum.