Álver við Eyjafjörð
Fimmtudaginn 14. desember 1989


     Ingi Björn Albertsson:
    Hæstv. forseti. Þetta skal vera stutt. Ég tel að staðarval nýs álvers verði að ráðast af arðsemismati og þjóðhagslegu mati og í mínum huga koma þá aðeins tveir staðir til greina, það er annars vegar staðsetning við Straumsvík eða hins vegar við Grundartanga í Hvalfirði. Þar er öll aðstaða fyrir hendi til að taka við slíku álveri og ég tel að ef menn í raun og veru ætla að láta þjóðhagslegt mat og arðsemismat ráða ferðinni þá hljóti þessir tveir staðir fyrst og fremst að koma til greina. Ég get vel skilið í sjálfu sér áhuga kjördæmisþingmanna sem vilja fá álverið upp við Eyjafjörð en það er ekki hlutur sem á að ráða ferðinni í slíku máli sem þessu.