Skuldir ríkissjóðs við sveitarfélög
Fimmtudaginn 14. desember 1989


     Fyrirspyrjandi (Danfríður Skarphéðinsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég þakka þessa skýringu hæstv. fjmrh. sem var að sjálfsögðu óþörf. Vona ég að allir hv. fulltrúar í fjvn., bæði minni og meiri hl., fái þessa tölu hið fyrsta og auðvitað sveitarstjórnarmenn sem hafa beðið í mikilli óvissu. Þeir verða að fá að vita sem fyrst hvernig málum reiðir af. Það er brýnt að það takist að stíga fyrstu skrefin í þessu uppgjöri og ágreiningur um einstaka verksamninga tefji ekki málið.