Viðskiptabankar
Fimmtudaginn 14. desember 1989


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 14. þm. Reykv. fyrir undirtektirnar við frv. og vil ítreka það sem ég vona að hafi komið fram í framsöguræðu minni að ég er sömu skoðunar og hv. þm. um að eignarhaldsfélögin sem aðilar að bankafélaginu eigi að vera tímabundin fyrirbæri þótt ekki hafi reynst unnt að setja dagsetningu í tillgr. En eins og ég vék að í minni upphaflegu ræðu þá er þetta í eðli sínu bráðabirgðafyrirkomulag og er enda hér gerð tilla um í bráðabirgðaákvæði við viðskiptabankalögin og mönnum vel kunnugt um að að því sé stefnt að skipt verði á hlutabréfum í eignarhaldsfélögunum fyrir hlutabréf í Íslandsbanka hf. þegar fram líða stundir.