Virðisaukaskattur
Föstudaginn 15. desember 1989


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Athugun málsins í fjh.- og viðskn. hefur staðfest að sú fullyrðing formanns Alþfl. í Sþ. er rétt að hæstv. fjmrh. hefur vanrækt undirbúning þess að skattkerfisbreyting geti orðið með sómasamlegum hætti í byrjun næsta árs. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að einstök efnisatriði séu ígrunduð þar sem á annað borð reynir á álitaefni. Og á fundum fjh.- og viðskn. hafa samtök atvinnuvega ekki fengið fullnægjandi svör við þeim spurningum sem fram hafa verið lagðar í mörgum tilvikum.
    Ég legg áherslu á að það er nauðsynlegt með þessum hætti að ítreka hversu hættulegt það er að leggja í svo flókna skattkerfisbreytingu sem hér um ræðir án þess að nægilegur undirbúningur sé fyrir hendi. Þessi skoðun hefur verið staðfest í fjh.- og viðskn. af ríkisskattstjóra þegar hann hefur lagt áherslu á að hann muni verja næstu mánuðum --- ekki til eftirlits heldur til leiðbeiningar og hefur falist í orðum hans vegna þess að undirbúningur hefur verið ónógur. Ég segi já við þessari tillögu.