Virðisaukaskattur
Föstudaginn 15. desember 1989


     Forseti (Jón Helgason):
    Það hefur verið lögð fram skrifleg brtt. sem þarf að leita afbrigða fyrir. Hún hljóðar svo:
    ,,Við 13. gr., a-lið (ný 42. gr.). 3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við viðhald eða endurbætur þess, enda sé heildarkostnaður a.m.k. 3,5% af fasteignamati húseignarinnar í ársbyrjun.``