Virðisaukaskattur
Föstudaginn 15. desember 1989


     Skúli Alexandersson:
    Herra forseti. Eins og fram hefur komið voru margir sem komu til fundar við fjh.- og viðskn. og ýmsir fóru þaðan svona frekar svekktir út, fundu fyrir því að frv. yrði lítið breytt. Þeir sem komu til að spjalla við okkur um þetta málefni bentu reyndar á það að þarna væri æskilegra að hlutirnir væru öðruvísi heldur en lagt er til í frv. En ég tel að þeir hafi ekki farið mjög óánægðir af fundum nefndarinnar fyrir það. Þeir lýstu því yfir að þeir teldu það mikilsvert að skattur af bókum væri felldur niður. Þessi eins mánaðar bið sem er hjá nemendunum er ekki stórkostleg. Ég segi því nei við þessari tillögu.