Kjarasamningar opinberra starfsmanna
Mánudaginn 18. desember 1989


     Karl Steinar Guðnason:
    Hæstv. forseti. Ég sagði hér áðan að mér þætti sem þetta samkomulag hefði ekki átt að gera eins og það var gert. Mér er hins vegar ljóst að þetta er samkomulag við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og ekki hefur verið rætt við það um þessa breytingu. Ég tel hins vegar að skynsamlegt hefði verið að fara þessa leið. Ég beygi mig undir það að þetta er samkomulag og ber að ræða við samtökin um það að mínu mati hvernig þessu verður breytt, mér finnst eðlilegt að samtökin viti af því. Ég virði samkomulagið þrátt fyrir að ég sé ekki alveg ánægður með það. Því segi ég nei.