Framhald á EFTA-EB-umræðum
Þriðjudaginn 19. desember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill ítreka að hún sagði ekkert í þá veru sem bent gat til þess að hún óskaði eftir að umræða yrði takmörkuð. Það sem forseti sagði var: Forseti er tilbúinn til að taka upp framhald umræðu um EFTA og Efnahagsbandalagið þegar umræðu um fjáraukalög er lokið.
    Þessum fundi verður nú frestað til kl. 9, en ég vil biðja hv. þm. að vera við því búna að hér verði unnið lengi og ég skora á hv. þm. að mæta vel til funda í nótt.