Eftirlaun til aldraðra
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Karl Steinar Guðnason:
    Hæstv. forseti. Ég var einn þeirra sem tóku þátt í þeim kjarasamningum sem hv. síðasti ræðumaður vísaði til. Ég kannast ekki við hans söguskýringu. ( GHG: Þetta er lygi, þetta er skreytni ...) Ja, ég var í þessum samningum en ekki hv. þm. ( GHG: Ég var í samningunum fyrir hönd lífeyrissjóðanna.) En hitt er annað mál að ég fellst á að það hefði mátt leita umsagna lífeyrissjóðanna. Það hefði mátt flytja þetta frv. fyrr. Verkalýðshreyfingin rak á eftir því að þetta frv. kæmi fram. Enda mikil nauðsyn á að það yrði gert til að tryggja lífeyri aldraðs fólks. ( GHG: Þetta er rangt ...) Ég segi já.